The Guardian segir að alls hafi 9,6 milljónir dollara safnast til að kaupa 50 Ram II dróna sem eru ómannaðir drónar sem bera 3 kíló af sprengiefni. Þeir eru hannaðir og smíðaðir af úkraínskum fyrirtækjum. Auk þeirra verða þrjár stjórnstöðvar fyrir þá keyptar.
Serhiy Prytula, sem skipulagði fjársöfnunina, sagði að Rússar hafi viljað hræða Úkraínubúa en árásirnar hafi aðeins þjappað þeim enn betur saman. Fólk hafi gefið peninga til að Úkraínubúar geti hefnt sín.