Þýska ríkisstjórnin skýrði frá þessu að sögn Norska ríkisútvarpsins.
Þegar Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, heimsótti Odesa í byrjun mánaðar lofaði hún að fyrsta Iris-T loftvarnarkerfið yrði afhent innan „nokkurra daga“.
Þegar hún mætti til fundar varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í gær sagði hún að afhending loftvarnarkerfisins væri mjög mikilvægur stuðningur við Úkraínu til að verjast árásum með stýriflaugum, gegn þeim hryllingi sem gengur yfir Úkraínumenn. Hún sagði að úkraínski herinn fái þrjú svona kerfi til viðbótar á næsta ári.