fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Segir að ef rússneski herinn hrynji saman verði heimurinn að vera undir kjarnorkustríð búinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:00

Kjarnorkusprengja. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn verður að vera undir kjarnorkustríð búinn ef rússneski herinn hrynur. Þetta segir Sir Richard Shirreff, hershöfðingi og fyrrum næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu.

The Sun skýrir frá þessu og segir að Shirreff hafi hvatt Vesturlönd til að halda áfram að beita Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, þrýstingi.

Hann sagðist telja að það stefni í algjört hrun rússneska hersins en það yrðu þá mestu hörmungar rússneska hersins í heila öld.

Shirreff sagði að úkraínski herinn verði hugsanlega búinn að hrekja rússneska herinn frá Úkraínu fyrir árslok.

Í kjölfar árása Rússa á úkraínskar borgir síðustu daga, í hefndarskyni fyrir sprenginguna á Krech-brúnni á laugardaginn, hafa margir viðrað áhyggjur sínar af hversu langt Pútín sé reiðubúinn til að ganga. Shirreff sagði að hættan, þar á meðal af kjarnorkuvopnum, sé hvergi nærri liðin hjá þrátt fyrir ósigra Rússa á vígvellinum. „Við eigum að taka kjarnorkuvopnaógnina mjög alvarlega, en við eigum alls ekki að gefa neitt eftir og ég er mjög ánægður með viðbrögð Vesturlanda. En ef við höfum heitið öflugri hefnd á einn eða annan hátt, þá verðum við að undirbúa okkur undir verstu sviðsmyndina og hún er stríð við Rússland,“ sagði hann og bætti við: „Það verður ekki friður í Evrópu á meðan Pútín, stjórn í hans anda eða öfgaþjóðernissinni ráða ríkjum í Kreml.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“