Kona sem var gjaldkeri húsfélags á Suðurnesjum var þann 6. október síðastliðinn sakfelld fyrir fjárdrátt gagnvart húsfélaginu, eða fyrir að hafa á mjög löngu tímabili millifært af reikningi húsfélagsins yfir á eigin reikninga alls 165 sinnum. Upphæðirnar hverju sinni voru yfirleitt lágar eða alveg niður í 1.000 kr. og upp í nokkra tugi þúsunda.
Brotin ná mjög langt aftur í tímann eða allt aftur til ársins 2012 en nýjustu millifærslurnar eru frá árinu 2019. Í heild nemur fjárdrátturinn rúmlega 3,3 milljónum króna.
Konan játaði brot sín fyrir dómi. Hún hefur einnig endurgreitt húsfélaginu 1.351.158 kr. Er það virt henni til refsilækkunar.
Hún var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.