Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ekkert ákveðið um það hvenær hann hverfi úr ráðherrastóli. Mikilvægt sé að gera breytingar á því sem hann kallar afbrotavarnir í landinu. Ísland standi nú langt að baki mörgum þjóðum í þessum efnum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þetta stóran dag en í hádeginu undirrituðu hún og Múte B. Egde, formaður landsstjórnar Grænlands, samstarfsyfirlýsingu um aukið samstarf Íslands og Grænlands á mörgum sviðum.
Hringborð Norðurslóða var sett við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag að viðstöddu fjölmenni meðal annars landsstjóra Kanada, Noregsprinsi og íslenskum ráðamönnum.
Rúmlega 80 prósent Íslendinga eru hlynnt því að geta fengið dánaraðstoð læknis hérlendis ef þeir væru sjálfir haldnir sjúkdómi eða ástandi sem þeir upplifðu óbærilegt og metið hefði verið ólæknandi.