fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Höfðu samband við dýraverndarsamtökin sem afhjúpuðu blóðmerahaldið vegna meints dýraníðs í Borgarfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. október 2022 10:52

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur P. Þorsteins, hestakona og dýravinur, er miður sín vegna slæmrar meðferðar á hrossum í Borgarfirði og hefur nú birt opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna málsins.

Steinunn Árnadóttir organisti í Borgarnesskirkju vakti athygli á málinu í ágúst en þá deildi hún mynd af hrossi sem virtist vannært á Facebook. Hún sagði síðar í samtali við Vísi að hestamenn í Borgarnesi væru lamaðir vegna málsins. Hestunum sé halið inni í of litlu hesthúsi, margir saman, þeir sjáist sjaldan úti og séu ótrúlega horaðir.

MAST vísaði í kjölfarið til þess að málið væri í ferli hjá þeim en það væri á viðkvæmu stigi.

Í ljós kom að varaþingmaður Flokks fólksins hafði tengsl við þetta meinta dýraníð. Þórunn Björg Bjarnadóttir skipaði annað sæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra og sagði sig úr flokknum vegna málsins.

Í september greindi Vísir frá því að eigandi hrossanna hafi áður verið ákærður fyrir dýraníð. Þá komust eftirlitsmenn MAST að því að kýr í hans eigu hefðu argar misst hluta eða megnið af halanum og enn fleiri væru eð halabrot eða halaslit. Talið var að umræddur eigandi hefði valdið þessum áverkum með því að binda hala kúnna upp. Bóndinn var þó sýknaður á þeim grundvelli að móðir hans hefði verið umráðamaður dýranna þegar meint brot áttu sér stað.

Áðurnefnd Hrafnhildur segir í bréfi sínu til Svandísar sem birtist hjá Vísi að enn hafi MAST eða lögregla ekkert gert til að stöðva brotin gegn hrossunum. Þeir aðilar sem láti sig málið varða hafi því séð sig nauðbeygða til að hafa samband við dýraverndarsamtök í Þýskalandi sem áður hafa látið málefni hesta á Íslandi sig varða. Um er að ræða samtökin AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) sem í nóvember á síðasta ári vörpuðu ljósi á slæmar aðstæður blóðmera hér á landi en málið vakti gífurlega athygli hér á landi sem og hið ytra.

„Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert.“

Hrafnhildur segir að nú sé svo komið að hrossin standi grindhoruð, verulega vannærð og séu engan vegin undirbúin fyrir útiveruna í vetur.

„Nú er svo komið fyrir þessu stóði að þau standa grindhoruð og verulega vannærð og enga vegin tilbúin í veðráttuna sem bíður þeirra. Þau höfðu staðið inni í allt sumar og fengu aldrei að fara á græn tún. Ég vil ekki trúa því að heilu og hálfu samtökin horfi fram hjá þessu. Skepnurnar þjást á meðan það er verið að dunda sér við að kanna innra eftirlit hjá Mast.“

Hrafnhildur segir mikla skömm af málinu og þeir sem láti velferð hrossanna sig varða komi alls staðar að lokuðum dyrum. Því hafi sú leið verið farin að hafa samband við AWF/TSB, sem þó hafi verið beðin um að bíða með að birta nokkuð um málið í „smá tíma“.

„Það er svo mikil skömm af þessu. Við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þetta eru um 25 hross sem um ræðir. Ekkert gerist. Nú er svo komið að ég hef sett mig í samband við dýraverndunarsamtök í Þýskaland, þau sömu og birtu myndböndin af blóðmerunum. Ég hef beðið þau um að bíða með að birta þetta í smá tíma. Það er ömurlegt að þurfa fara þessa leið. Við Steinunn vonumst til að heyra frá þér sem fyrst varðandi þetta mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“