Eva Hrund Pétursdóttir, sem lést í skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin næstkomandi þriðjudag, þann 18. október.
Fréttablaðið greinir frá þessu.
Kári Kárason, eiginmaður hennar Evu Hrundar, lifði skotárásina af. Kári og fjögur börn þeirra hjóna og fleiri aðstandendur birta tilkynningu um útför Evu Hrundar í Morgunblaðinu í dag.
Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju kl. 13 á þriðjudaginn.
Bent er á styrktarreikning fyrir þá sem vilja minnast Evru:
0307-26-4701, kt. 470169-1689