„Jæja – þessu verður víst ekki frestað lengur – hálkan er komin og þá þarf að huga að dekkjabúnaði ökutækja,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Vetrardekk eru málið þessa dagana og fyrir þá sem þurfa að vera á negldum dekkjum, þá mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki sekta fyrir notkun slíks búnaðar. Förum varlega og höfum bíla og önnur farartæki búin í samræmi við veðurfar. Líf og fjör!“
Eins og greint var frá í morgun var mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu í morgum, margir þurftu að skafa og einn bíll hafnaði í Tjörninni.
Sjá einnig: Leigubíll í Tjörninni í Reykjavík