fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Eiginkona Tómasar var kærð fyrir að stinga hann með hnífi í mars

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:25

Ólafsfjörður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Tómasar Waagfjörð, mannsins sem lést í harmleiknum á Ólafsfirði í byrjun október, var kærð fyrir að hafa stungið hann með eggvopni í mars á þessu ári. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfestir úrskurð héraðsdóms Norðurlands eystra um gæsluvarðhald yfir konunni. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 5. október síðastliðinn en birtist á vefsíðu Landsréttar í gærkvöldi.

Vísir greindi fyrst frá því að úrskurðurinn snérist um eiginkonu hins látna í málinu. Eiginkonan er ein af þremur einstaklingum sem handteknir voru í tengslum við málið daginn eftir að Tómas var stunginn til bana. Í úrskurðinum kemur fram að gögn bendi til þess að upphaf málsins hafi verið að Tómas hafi sent einstakling að sækja eiginkonu sína á heimili við Ólafsveg. Einstaklingurinn virðist hafa snúið til baka og tjáð Tómasi að eiginkona hans hafi ekki viljað koma með honum, hún virðist hafa verið undir áhrifum áfengis og hugsanlega einhverjum öðrum vímugjöfum.

Tómas fór þá sjálfur á heimilið og við það hófst atburðarás sem lauk með því að Tómas var stunginn og lést af völdum þess. Ekki er enn vitað hver veitti Tómasi þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Í úrskurði héraðsdóms Norðurlands Eystra kemur fram að ýmislegt bendi til þess að það hafi verið maðurinn sem situr enn í gæsluvarðhaldi og Tómas hafi verið í átökum þar sem hnífi var beitt. Sá maður var einnig með sár eftir hnífstungur á vettvangi, var hann meðal annars stunginn í fót og andlit.

Í úrskurði Landsréttar segir:

„Samkvæmt rannsóknargögnum málsins virðist varnaraðili hafa verið í sama rými í íbúð að […]og maki hennar, sem fannst látinn á vettvangi, bæði í aðdraganda átaka sem þar áttu sér stað, og þegar vitni kom til aðstoðar eftir að þau voru um garð gengin.“

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar í Ólafsfjarðarmálinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“