fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Birgjar lækka ekki verð – Segja verð á innfluttum vörum ekki hafa lækkað en hjá Nettó er sagan önnur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:00

Þessi veltir verðlaginu vel fyrir sér. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildsalar og smásalar á matvörumarkaði eru ekki á sama máli um hvort verð frá erlendum birgjum sé farið að lækka. Gagnrýnt hefur verið að innlendir birgjar séu tregir til að lækka verð.

Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og bendir á verðkönnun Veritabus á matvöru, sem blaðið hefur fjallað um í vikunni. Í henni kemur fram að talsverður munur er á verðbreytingum á milli einstakra vöruflokka.

Mjólkurvörur hækkuðu um 2% á milli ágúst og október en brauðmeti lækkaði um 1%. Kjöt og fiskur hækkaði um 5% en dósamatur og þurrmatur, sem eru að mestu innfluttar vörur, lækkuðu um 1%.

Haft er eftir Gunnari E. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa, að fyrirtækið hafi rætt við 10 stærstu birgja sína, framleiðendur og heildsala, og óskað eftir 5% verðlækkun til áramóta sem myndi ganga að fullu áfram til neytenda. Enginn þeirra sá sér fært að verða við þessari ósk.

Matarkarfan lækkaði um 3,3% í Nettó og sagði Gunnar það aðallega skýrast af því að þær vörur sem Nettó flytur sjálft inn hafa lækkað í verði og hafi sú lækkun runnið til neytenda.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Inness, sagði að ekki sé farið að bera á verðlækkunum hjá erlendum birgjum. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri hjá Hagkaupum, tók í sama streng og sagði að dregið hafi úr verðhækkunum og þær hafi í sumum tilfellum stöðvast en ekki sé farið að bera á verðlækkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“