CNN skýrir frá þessu.
Í gær tilkynntu hvítrússnesk yfirvöld að þau séu reiðubúin til að senda hersveitir til Úkraínu í samvinnu við Rússa til að „verjast“ og tryggja „öryggi“ landsins.
Ekki var skýrt nánar hvað þetta þýðir en hvítrússnesk yfirvöld hafa að undanförnu sagt að ógn stafi frá Úkraínu og virðast leita að átyllu til að gera innrás í Úkraínu. Lukashenko, einræðisherra landsins, er undir hæl Pútíns, Rússlandsforseta, og hlýðir honum í nánast öllu. Hann hefur þó þráast við að blanda sér beint í stríðið í Úkraínu en nú virðist sem Pútín sé að takast að draga hann inn í það enda mikið í húfi að reyna að bjarga Rússum frá þeim hrakförum sem þeir eru í þar í landi.