fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Segir að örvænting breiðist út innan rússneska hersins og rússneska samfélagsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 05:57

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær ræddi Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, við Today þátt BBC4 um stríðið í Úkraínu.

„Við teljum að Rússar séu að verða uppiskroppa með skotfæri, þeir eru að minnsta kosti að verða uppiskroppa með vini,“ sagði hann.

„Við höfum séð, vegna herkvaðningarinnar, að þeir eru að verða uppiskroppa með hermenn. Svo ég held að svarið sé augljóst, Rússar og rússneskir hermenn hafi áhyggjur af ástandi hersins. Orðið sem ég hef notað er „örvæntingarfullir“. Við getum séð þessa örvæntingu á mörgum stigum innan rússnesks samfélags og innan rússneska hersins,“ sagði hann einnig.

„Eins og við sáum í gær í þessum hræðilegu árásum þá er býr rússneska hernaðarvélin enn yfir mikilli getu. Hún getur skotið vopnum, hún á miklar birgðir og býr yfir sérfræðiþekkingu. En samt sem áður er hún undir miklu álagi í Úkraínu,“ sagði hann.

Hann var spurður um hættuna á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum og sagðist þá vonast til að merki um að það sé yfirvofandi sjáist áður en þeir fara þá leið. „En verum alveg hreinskilin með það, ef þeir eru að íhuga það, þá væru það hörmungar á borð við það sem margir hafa rætt um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“