fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segir að haukarnir í Kreml pressi á Pútín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 08:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettir aðilar í stjórn Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, krefjast öflugra viðbragða við árásinni á Krech-brúna á laugardaginn. Bæði á mánudaginn og í gær vöknuðu margir Úkraínumenn upp við loftvarnaflautur þegar Rússar skutu stýriflaugum á margar borgir.

Á mánudaginn sagði Pútín að árásirnar væru hefnd fyrir sprenginguna á Krech-brúnni á laugardaginn. Hann hefur sakað Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við hana.

Alexander Høgsberg Tetzlaff, majór og hernaðarsérfræðingur við miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við TV2 að árásirnar sýni að Pútín sé undir þrýstingi innan stjórnar sinnar. „Haukarnir í ríkisstjórn hans, sem krefjast öflugra viðbragða við árásinni á brúna um helgina,  þrýsta á hann. Árásirnar eru tilraun til að gera þá ánægða,“ sagði Tetzlaff.

Hann sagðist ekki vera hissa á að Rússar hafi skotið á skotmörk langt inni í landi, eins langt í vestur og Lviv: „Í raun geta Rússar sent stýriflaugar hring um jörðina en spurningin er hversu margar þeir eiga eftir. Þess vegna á ekki að nota þær til að skjóta á önnur skotmörk en hernaðarleg til að koma í veg fyrir að Úkraínumenn sæki meira fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands