fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Segir að haukarnir í Kreml pressi á Pútín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 08:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettir aðilar í stjórn Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, krefjast öflugra viðbragða við árásinni á Krech-brúna á laugardaginn. Bæði á mánudaginn og í gær vöknuðu margir Úkraínumenn upp við loftvarnaflautur þegar Rússar skutu stýriflaugum á margar borgir.

Á mánudaginn sagði Pútín að árásirnar væru hefnd fyrir sprenginguna á Krech-brúnni á laugardaginn. Hann hefur sakað Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við hana.

Alexander Høgsberg Tetzlaff, majór og hernaðarsérfræðingur við miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við TV2 að árásirnar sýni að Pútín sé undir þrýstingi innan stjórnar sinnar. „Haukarnir í ríkisstjórn hans, sem krefjast öflugra viðbragða við árásinni á brúna um helgina,  þrýsta á hann. Árásirnar eru tilraun til að gera þá ánægða,“ sagði Tetzlaff.

Hann sagðist ekki vera hissa á að Rússar hafi skotið á skotmörk langt inni í landi, eins langt í vestur og Lviv: „Í raun geta Rússar sent stýriflaugar hring um jörðina en spurningin er hversu margar þeir eiga eftir. Þess vegna á ekki að nota þær til að skjóta á önnur skotmörk en hernaðarleg til að koma í veg fyrir að Úkraínumenn sæki meira fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“