fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

„Heimsendahershöfðinginn“ og Lukashenko eiga að beygja Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 06:02

Sergey Surovikin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir stýriflaugaárásir Rússa á borgir í Úkraníu í gær og fyrradag er þeirri spurningu ósvarað hverju Pútín sé að reyna að ná fram með því að ráðast almenning og innviði?

Hluta af svarinu er líklega að finna í tilnefningu Sergey Surovkin sem æðsta yfirmanns heraflans í Úkraínu.

„Heimsendahershöfðinginn“ eins og hermenn hans kalla hann er þekktur sem miskunnarlaus herforingi sem ber meðal annars mesta ábyrgð á að borgin Aleppo í Sýrlandi var jöfnuð við jörðu.

Þá var ekkert tillit tekið til mannfalls og hugsanlega vonast Pútín til að miskunnarleysi Surovkin muni valda ótta meðal úkraínsks almennings.

„Ég er ekki hissa á því sem gerðist þennan morgun í Kyiv. Surovkin er algjörlega miskunnarlaus og ber enga virðingu fyrir mannslífum. Ég óttast að hendur hans verði algjörlega smurðar inn í úkraínskt blóð,“ sagði einn af fyrrum félögum Surovkin í rússneska varnarmálaráðuneytinu í samtali við The Guardian.

En stýriflaugaárásirnar á Úkraínu voru ekki eina merkið um að stríðið sé að stigmagnast. Aleksandr Lukashenko, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, sagði í vikunni að nú setji Hvíta-Rússland og Rússland sameiginlega viðbragðsherdeild á laggirnar til að takast á við ógnir. Hann sagði að Úkraínumenn væru ekki aðeins að íhuga að gera árás á Hvíta-Rússland, þeir væru að undirbúa árás.

Það virðist því sem Pútín hafi loks tekist að fá hann til að taka þátt í stríðinu. Hvítrússneski herinn er ekki sérstaklega öflugur en hins vegar eru landamæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu aðeins um 1.000 km frá Kyiv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Í gær

Banaslys er maður féll í Tungufljót

Banaslys er maður féll í Tungufljót