fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Gabríel Aron sakfelldur fyrir húsbrot og líkamsárás – Árásin náðist á eftirlitsmyndavél

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. október 2022 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Aron Sigurðsson, 24 ára, var þann 6. október síðastliðinn dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Dómurinn var felldur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Árásin átti sér stað í desember árið 2021. Í ákæru er árásinni lýst svo:

„Fyrir húsbrot, líkamsárás og hótun, með því að hafa laugardaginn 18. desember 2021 ruðst inn í íbúð A, kt. […]að […] í Reykjavík og kjölfarið veist með ofbeldi að A, með því að slá hana hnefahöggi í andlitið, hrinda A þannig að hún féll í gólfið, síðan hótað að drepa hana, þannig að A óttaðist um líf sitt og velferð og í framhaldinu slegið hana hnefahöggi í andlitið hægra megin, allt með þeim afleiðingum að A hlaut mar í kringum hægra auga og vægan heilahristing. M. 007-2021-[…]“

Konan sem varð fyrir þessari árás heitir Birna Karen Þorleifsdóttir og ræddi hún málið við DV síðastliðið sumar en þá hafði Gabríel Aron verið ákærður. Hún náði árásinni á öryggismyndavél.

Sjá einnig: Birna náði árásinni á öryggismyndavél og gerandinn kemur fyrir dóm í október

„Ég keypti mér öryggismyndavél í einhverju flippi og síðan gerist þetta!“ segir Birna Karen. Hún sagði ennfremur:

„Ég var bara að tjilla með vinkonu minni sem ég hafði ekki hitt lengi og við vorum að taka upp TikTok vídeó, en hann var eitthvað að rífast við hana í símanum. Hann beið síðan fyrir utan hurðina hjá mér. Þegar ég hleypi henni út ryðst hann inn og byrjar að kýla mig. „Hann ryðst inn og byrjar að kýla mig í gólfið. Ég var með gervihár og hann ætlaði svoleiðis að smalla mér í vegginn.“ Birna segir að Gabríel Aron hafi kýlt sig með hnúajárnum.

Árásina má sjá í myndbandi neðst í fréttinni.

Játaði allt

Fyrir héraðsdómi var Gabríel Aron einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, þ.e. fyrir að hafa haft í fórum sínum hníf á almannafæri. Við annað tækifæri var hann sakaður um að hafa haft í fórum sínum rafstuðbyssu og sveðju. Hann var auk þess ákærður fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot og var sviptur ökurétti ævilangt.

Gabríel Aron játaði öll brotin fyrir dómi og viðurkenndi bótaskyldu. Var það virt honum til refsilækkunar en hann var dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Hann var ennfremur dæmdur til að greiða Birnu Karen 350 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér

Önnur alvarleg árás

Gabríel Aron er sakaður um aðra mjög alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í júní síðastliðið sumar. DV fjallaði um það mál. Kona ein sakar hann um að hafa ráðist inn í íbúð hennar og stungið hana með hnífi þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Rúm konunnar var blóðugt eftir árásina. Konan segir að Gabríel Aron hafi áður verið vinur hennar. „Ég taldi hann vera vin minn,“ segir hún en árásin var nánast tilefnislaus, eða: „Ég svaraði ekki síma.“

Konan var mjög óttaslegin er hún ræddi við DV í sumar vegna þess að Gabríel Aron var látinn laus úr haldi lögreglu aðeins sex dögum eftir árásina.

 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis
Hide picture