fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fleiri svindlmál skekja norrænt skáklíf – Fallinn forseti og vafasamur stórmeistari

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 19:00

Kristian Stuvik Holm og Joachim B. Nilsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skáksvindlsmálið, þar sem heimsmeistarinn Magnus Carlsen og bandaríski stórmeistarinn Hans Niemann voru aðalleikendur, virðist hafa opnað fyrir flóðgátt sambærilegra mála. Skáklistin virðist einfaldlega vera að ganga í gegnum mjög tímabært uppgjör varðandi svindl og ýmsa ósiðferðilega hegðun sem ekki á heima í neinni íþrótt.

Nokkur slík dæmi hafa komið upp á Norðurlöndunum síðustu daga. Þar ber fyrst að nefna mál  Joachim B. Nilsen, forseta norska skáksambandsins. Nilsen er sterkur skákmaður og skartar nafnbótinni alþjóðlegur meistari. Hann viðurkenndi á dögunum að hafa svindlað í PRO Chess League fyrir nokkrum árum en um er að ræða deildakeppni sem tefld er í gegnum skáksíðuna Chess.com  með háum peningaverðalaunum.

Kaldhæðni örlaganna var sú að Nilsen tefldi í liðinu Norway Gnomes ásamt sjálfum Magnusi Carlsen. Nilsen viðurkenndi að hafa svindlað með því að fá uppástungur um góða leiki frá þriðja aðila, þó ekki heimsmeistaranum,  og varð málið fréttaefni í Noregi. Afleiðing umfjallarinnar var sú að Nilsen, sem er 29 ára gamall, sá sæng sína útbreidda og ákvað að segja af sér forsetaembættinu.

Tapaði viljandi 43 skákum í röð

Annað slíkt dæmi um svindl forseta skáksambanda kom einnig upp um svipað leyti. Norski fjölmiðilinn VG greindi frá því að fyrrum forseti sænska skáksambandsins, Carl Fredrik Johansson, hefði viljandi lækkað sig á skákstigum á Chess.com. Á hann að hafa viljandi tapað 43 skákum í röð til þess að lækka nægilega á skákstigum til að vera gjaldgengur í neðsta flokk í nýrri sænskri deildakeppni sem tefld var á netsíðunni. Johannsson neitar sök en málið er þó allt hið pínlegasta.

Annað stórt svindlmál kom einnig upp í Noregi um helgina. Það snýr að verðandi stórmeistara, Norðmanninum Kristian Stuvik Holm. Holm, sem er 24 ára gamall, náði í sumar sínum þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli á stórmóti í spænsku borginni Benasque.

Það gerði Holm með því að leggja tékkneskan stórmeistara að velli í síðustu umferð mótsins en ber hið kaldhæðnislega nafn, Vojetch Plat.

Talinn hafa tapað gegn greiðslu

Í byrjuninni gerði Plat þekkt mistök í tiltekinni stöðu sem endaði með því að Norðmaðurinn efnilegi fékk vinningsstöðu. Enginn átti þó að þekkja þessa stöðu betur en Plat því að í fyrstu umferð mótsins vann hann skák gegn spænskum skákmanni því að sá gerði nákvæmlega sömu mistökin.

Telja því flestir blasa við að Holm hafi greitt Plat þóknun fyrir að tapa viljandi gegn sér og að samverkamennirnir hafi verið svo vitlausir að velja svo augljósa leið sem áður er greint frá.

Norski stórmeistarinn Rune Djurhuus, verðandi kollegi Holm, vakti athygli á málinu sem hefur vakið talsverða athygli ytra.

Til að mynda fjallaði VG í Noregi um málið. Í þeirri umfjöllun kom ekki fram að Kristian Stuvik Holm var rekin af Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu árið 2011 vegna gruns um svindl. Holm var aðeins 13 ára þegar mótið fór fram en faðir hans var staðinn að verki við að hvísla að honum bestu leikjunum í tilteknum stöðum í viðureignum hans í mótinu. Hinn ungi Norðmaður hafði enda vakið talsverða athygli fyrir frammistöðu sína en hann tapaði ekki skák í mótinu þrátt fyrir að tefla við sterka andstæðinga.

FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson heldur úti Youtube-rás á ensku þar sem hann meðal annars fer vandlega yfir málið og önnur vafasöm mál sem komið hafa upp síðustu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“