fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Opinbera hatursfull hljóðskilaboð sem send voru á ungt hinsegin barn

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. október 2022 12:00

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir - Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðrandi hljóðskilaboð sem ungt hinsegin barn fékk send voru sýnd í Kastljósi í gær. Hljóðskilaboðin eru afar sláandi en í þeim er barninu meðal annars sagt að „skjóta sig.“

Ingileif Friðriksdóttir, framleiðandi og baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks, kom með upptökuna af hljóðskilaboðunum í Kastljós. Hér fyrir neðan má sjá brot af skilaboðunum sem spiluð voru í þættinum.

„Gerðu mér greiða faggalíus.“

„Gamli, þú ert örugglega fokking nauðgari sem… ógeðið þitt.“

„Hann er nauðgari. Allir hommar eru nauðgarar.“

„Þegiðu djöfulsins tussan þín, þú ert svo fokking ljótur að þú byrjaðir að setja eitthvað inn á storyið þitt af því þú ert ekkert það venjulegur, þú veist hver setur… athyglissjúkur, já athyglissjúka druslan þín. Þegiðu maður, skíttu í þig þarna tíkin þín.

„Þú ert samkynhneigður, pældu í því að vera samkynhneigður, þú ert örugglega fokking ættleiddur. Samkynhneigður nauðgari.“

„Þú ert bara ógeðslegur náungi og mig langar bara að drepa þig, bara skjóttu þig.“

Ingileif ræddi það hvernig börn um landið hafa brugðist illa við er hún og eiginkona hennar, María Rut Kristinsdóttir, hafa verið að fræða um hinseginleikann. Þær hafi orðið varar við aukna fordóma sem lýsa sér meðal annars í því að hlegið sé að þeim ásamt því að þær eru spurðar óviðeigandi spurningum. „Við erum í fyrsta sinn að lenda í því að það er verið að hlæja að okkur, það er verið að spyrja mjög óviðeigandi spurninga, það er verið að segja hluti sem mjög augljóslega koma af einhverjum stað af fáfræði eða fordómum,“ sagði Ingileif.

„Þetta er að slá okkur sem blaut tuska í andlitið, því við héldum að þetta væri búið. En við erum búin að vera að reyna að átta okkur á því hvað það er sem veldur þessu. Við höfum verið að spyrja þessa krakka hvort þau séu á samfélagsmiðlum, sem þau eru allflest, og við höfum verið að spyrja þau: Hafiði verið að sjá hatursfullt efni í garð hinsegin fólks á síðustu mánuðum? Því miður þá eru eiginlega allir sem rétta upp hönd þegar við spyrjum þessara spurninga.“

„Vöknum og stoppum þessa vitleysu“

María Rut vakti einnig athygli á hljóðskilaboðunum á Twitter-síðu sinni en hún segist vera með tilgátu um það hvers vegna þetta er að gerast.

 

„Á síðustu dögum höfum við Ingileif upplifað það að þegar við erum að flytja fyrirlesturinn okkar að krakkar séu að hlæja að okkur og spyrja vægast sagt fordómafullra spurninga byggðar á alveg ofboðslega miklum ranghugmyndum. Við spyrjum þau hvort þau séu á samfélagsmiðlum eins og TikTok eða Snapchat. Þau segja öll já. Svo spyrjum hvort þau hafi séð hatursfullt eða niðrandi efni í garð hinsegin fólks á síðustu mánuðum og þau rétta öll upp hendi. Öll.“

María Rut bendir á það sem gerist þegar börnin horfa á hatursfullt efni á samfélagsmiðlum, þá fara samfélagsmiðlarnir að sýna þeim meira af slíku efni. „Og hvað gerist þá? Þau festast í bergmálshelli og það normalíserast að sjá svona efni. Meginstraumsskoðunin breytist. Og það bitnar á jaðarsettum ungmennum,“ segir hún.

„Við verðum að átta okkur á því hvaða áhrif þetta getur haft. Einn sími er eins og eitt snjókorn. Einn bekkur af unglingum er snjóbolti. Einn skóli enn stærri bolti. Allir unglingar á Íslandi enn stærri og allur heimurinn snjóflóð. Sem skellur á jaðarsettu fólki um allan heim“

María segir þá að það sé búið að vera gott að vera hinsegin hér á landi en að það gerist ekki í tómarúmi. „Við erum mjög heppin með okkar opna og góða samfélag. Það gerist heldur ekki í tómarúmi. Ég hef staðið svooo stolt á hliðarlínunni þegar ég sé fleiri og fleiri ungmenni þora að vera þau sjálf. Eitthvað sem ég þorði ekki,“ segir hún.

„En veruleikinn er því miður sá að fleiri og fleiri eru að bakka aftur inn í skápinn. Því þau sjá líka það sem hinir sjá á þessum miðlum og verða fyrir barðinu á því. Vöknum og stoppum þessa vitleysu. Plís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“