fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Sigurður fékk vægan dóm fyrir ofbeldi gegn fangavörðum á Hólmsheiði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. október 2022 16:00

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Brynjar Jensson, sem fæddur er árið 1996,  var síðastliðinn miðvikudag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldisárásir á tvo fangaferði í fangelsinu á Hólmsheiði.

Atvikið átti sér stað 5. mars árið 2021. Sigurður var ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa skallað fangavörð, kýlt hann og síðar bitið annan fangavörð í upphandlegg, þennan umrædda dag. Mun síðarnefndi fangavörðurinn hafa hlotið tvö sár með bitförum um það bil 3 cm í þvermál.

Sigurður játaði brot sitt að fullu fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og Sigurður var sakfelldur. Hann á að baki langan sakaferil, allt aftur til ársins 2013, þó að hann sé aðeins 26 ára gamall.

Þrátt fyrir alvarlega árás á fangaverðina og langan brotaferil hlaut Sigurður vægan dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. október síðastliðinn. Var hann dæmdur í 60 daga fangelsi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Tvær konur og tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi

Manndrápsmálið: Tvær konur og tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“