fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sigurður fékk vægan dóm fyrir ofbeldi gegn fangavörðum á Hólmsheiði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. október 2022 16:00

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Brynjar Jensson, sem fæddur er árið 1996,  var síðastliðinn miðvikudag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldisárásir á tvo fangaferði í fangelsinu á Hólmsheiði.

Atvikið átti sér stað 5. mars árið 2021. Sigurður var ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa skallað fangavörð, kýlt hann og síðar bitið annan fangavörð í upphandlegg, þennan umrædda dag. Mun síðarnefndi fangavörðurinn hafa hlotið tvö sár með bitförum um það bil 3 cm í þvermál.

Sigurður játaði brot sitt að fullu fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og Sigurður var sakfelldur. Hann á að baki langan sakaferil, allt aftur til ársins 2013, þó að hann sé aðeins 26 ára gamall.

Þrátt fyrir alvarlega árás á fangaverðina og langan brotaferil hlaut Sigurður vægan dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. október síðastliðinn. Var hann dæmdur í 60 daga fangelsi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“