fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Segja hatursfullu hljóðskilaboðin ekki vera einsdæmi – Dagleg neyðarköll frá skólum og foreldrum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. október 2022 20:30

Eyrún Eva Haraldsdóttir og Sigurður Sigurðsson - Myndir/Heimili og skóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mörgum brá við umfjöllun í Kastljósi í gær þar sem heyra mátti upptöku af skilaboðum þar sem börn voru að áreita einstakling fyrir að vera hinsegin. Svívirðingarnar og rangfærslurnar sem börnin létu hafa eftir sér á upptökunni voru átakanlegar. Margir halda eflaust að svona skilaboð séu undantekningar, en svo er ekki.“

Þetta segja Sigurður Sigurðsson og Eyrún Eva Haraldsdóttir, sérfræðingar í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í dag. Upptakan sem Sigurður og Eyrún ræða um í greininni var sýnd í Kastljósi í gær en í henni var að finna afar hatursfull ummæli sem beindust að ungu hinsegin barni. Ljóst er því að hljóðskilaboð sem þessi eru ekki einsdæmi.

Lesa meira: Opinbera hatursfull hljóðskilaboð sem send voru á ungt hinsegin barn

Sigurður og Eyrún segja að ljót skilaboð, áreiti og skammir séu hluti af daglegu lífi margra barna og að mörg þeirra upplifi að þau geti ekki leitað til neins eftir hjálp. Þau segja að í dag sé mörgum börnum hleypt inn á netið og á samfélagsmiðla löngu áður en þau eru komin með aldur og þroska til. Þau fái ekki leiðbeiningar um það hvernig þau eigi að haga sér og hverju þau eigi að vara sig á.

„Við getum líkt þessu við umferðina. Myndum við senda börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst? Líklega ekki. En við sendum þau á netið, án þess að kenna þeim eða ráðleggja þeim og gefum okkur ekki tíma til að kynna okkur þeirra veröld á netinu til að sjá hvernig þeim gengur að fóta sig.“

Í greininni segja Sigurður og Eyrún að hlutverk foreldra þegar kemur að því að kenna börnum sínum á netið sé stórt en um leið flókið. „Það þarf að taka umræðuna við börn og takast á við ábyrgðina sem foreldri. Setja mörk, setja ramma og reglur. Ekki síður verðum að vera til staðar og leiðbeina þeim og við verðum að trúa börnum ef eitthvað kemur upp á á netinu og ekki gera lítið úr upplifun þeirra,“ segja þau.

Ákall á hjálp

Sigurður og Eyrún vinna bæði hjá Heimili og skóla, frjálsum félagasamtökum sem reka SAFT verkefnið. SAFT er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og ungmenna á Íslandi. Hluti af verkefninu er að fræða og ræða við börn og fullorðna um hegðun á netinu. „Hvert sem við förum tala börn um það sama. Þau vilja meiri fræðslu og þau vilja betri ramma,“ segja Sigurður og Eyrún.

„Þau vilja nefnilega geta átt í samskiptum og notað miðla á jákvæðan hátt, án þess að upplifa það áreiti og þann viðbjóð sem berst sumum þeirra, jafnvel á hverjum degi. Oft á tíðum eru það börnin sem eru hneyksluð á okkur fullorðna fólkinu, því við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórt vandamálið er og erum því ekki að bregðast við. Það er kominn tími á að við hlustum á ákallið frá börnum og ungmennum. Það er skylda okkar að bregðast við og hjálpa börnunum okkar.“

Mikilvægasta verkfærið þegar leiðbeina á börnum og öðrum um netöryggi og hegðun á netinu er fræðsla samkvæmt Sigurði og Eyrúnu. Þau segja að auka þurfi fræðslu og umræðu um miðla og netnotkun til barna og ungmenna. Ekki síður þurfi að hjálpa foreldrum að fræða börnin sín.

„Til að tryggja að öll börn og foreldrar fái uppbyggilega og jákvæða fræðslu um hvernig við högum okkur eins og manneskjur á netinu þarf að leggja inn fjármagn og auka getuna. Þessi mikilvægi málaflokkur á það til að gleymast og er jafnvel meðhöndlaður sem gæluverkefni af sumum ráðamönnum og skólafólki. Við þurfum að stíga inn og bregðast strax við neikvæðum áhrifum sem börn verða fyrir á netinu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau ef við gerum það ekki. Við missum af skaðlegri hegðun og áhrifum á börn, missum af börnum í vanda, missum börn.“

Að lokum segja Sigurður og Eyrún að SAFT berist daglega neyðarköll frá skólum og foreldrum vegna neikvæðrar hegðunar barna og ungmenna á netinu og áreitis sem þau verða fyrir.

„Staðan er sú að við eigum erfitt með að sinna öllum þessum neyðarköllum. Lítill tími er til að sinna forvörnum þar sem starfsfólk SAFT er stöðugt á vettvangi að slökkva elda. Það er ljóst að samfélagsins bíður stórt verkefni. Ætlum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa börnum að fóta sig í stafrænum heimi – eða ætlum við að hundsa ákall þeirra? Þau eru að kalla eftir hjálp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Í gær

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“
Fréttir
Í gær

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt