Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Pifer að Pútín tali oft um kjarnorkuvopn, meira að segja þegar hann er ekki að hafa í hótunum. Hann vilji minna umheiminn á að Rússar eigi mikið af kjarnorkuvopnum.
„Þau eru sterkustu rök Rússa fyrir að vera stórveldi og Pútín og Kreml reyna að draga upp þá mynd að Rússland sé stórveldi,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að kjarnorkuvopnaorðræða Pútíns hræði vestræna leiðtoga til að „íhuga hvað gerist ef þeir láta undan hótunum Pútíns“.
„Hann hefur lært af þessu og Vesturlönd ættu að búa sig undir fleiri kjarnorkuvopnahótanir frá Rússlandi. Sem betur fer virðast leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópu skilja þetta,“ sagði hann og bætti við að hann telji að þrjár ástæður séu fyrir því að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn.
Þær eru:
Það er ekki öruggt að beiting kjarnorkuvopna í Úkraínu muni hafa afgerandi hernaðarleg áhrif.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið sér engin merki um að Rússar séu að gera sig líklega til að beita kjarnorkuvopnum.
Notkun kjarnorkuvopna myndi gera Kína, Indland og önnur ríki á suðurhveli afhuga Rússlandi.