Þetta er mat Arseniy Yatsenyuk, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Í samtali við Sky News sagði hann að „blekkingar og lygar“ væru orðnir eðlilegir hlutir fyrir Pútín og þörf sé á „sterkum og djörfum“ aðgerðum gegn einræði hans.
Yatsenyuk sagði að flugskeytaárásir Rússa á Kyiv og fleiri borgir í gær hafi verið viðbjóðslegir stríðsglæpir sem Pútín og æðstu herforingjar hans hafi staðið fyrir ásamt þeim Rússum sem styðja Pútín.
Hann sagði einnig að Rússar séu að tapa á vígvellinum og hafi ekki reiknað með „sameinuðu“ svari Úkraínu og Vesturlanda við innrásinni.
Hvað varðar beitingu kjarnorkuvopna sagði Yatsenyuk að hann telji ekki útilokað að Pútín grípi til kjarnorkuvopna.