fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 11:32

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim mun meira landi, sem Úkraínumenn ná úr klóm rússneska innrásarliðsins, þeim mun meiri líkur eru á að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, grípi til kjarnorkuvopna.

Þetta er mat Arseniy Yatsenyuk, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Í samtali við Sky News sagði hann að „blekkingar og lygar“ væru orðnir eðlilegir hlutir fyrir Pútín og þörf sé á „sterkum og djörfum“ aðgerðum gegn einræði hans.

Yatsenyuk sagði að flugskeytaárásir Rússa á Kyiv og fleiri borgir í gær hafi verið viðbjóðslegir stríðsglæpir sem Pútín og æðstu herforingjar hans hafi staðið fyrir ásamt þeim Rússum sem styðja Pútín.

Hann sagði einnig að Rússar séu að tapa á vígvellinum og hafi ekki reiknað með „sameinuðu“ svari Úkraínu og Vesturlanda við innrásinni.

Hvað varðar beitingu kjarnorkuvopna sagði Yatsenyuk að hann telji ekki útilokað að Pútín grípi til kjarnorkuvopna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu