fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Segir að rússneskar hersveitir verði fljótlega uppiskroppa með eldsneyti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 04:15

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að Kerch-brúin, á milli Krím og meginlands Rússlands, var sprengd á laugardaginn verða rússneskar hersveitir fljótlega uppiskroppa með eldsneyti.

Þetta sagði Forbes McKenzie, sérfræðingur í greiningu leyniþjónustuupplýsinga, í samtali við Sky News. Hann sagði að rússneskar hersveitir verði fljótlega komnar niður á síðustu eldsneytisdropana og geti ekki flutt hersveitir sínar til í Úkraínu.

„Ef við erum að tala um getuna til að færa sig til, það er aka á milli staða, þá held ég að við séum að tala um daga,“ sagði hann.

Úkraínumenn hafa farið illa með birgðalínur Rússa með stórskotaliðsárásum og vel útfærðum árásum með HIMARS-flugskeytum. Í kjölfar árásarinnar á Kerch-brúna eru Rússar í enn meiri vanda með birgðaflutninga sína.

Aðrir sérfræðingar segja að fljótlega muni þeir ekki geta flutt hersveitir sínar til og það mun valda þeim miklum vanda ef úkraínsku hersveitirnar sækja fram.

„Geta þeir verið kyrrir og barist? Það gætu þeir líklega gert í gegnum veturinn en ef Úkraínumenn koma Rússum á hreyfingu, það er að segja stýra gangi mála á vígvellinum, ýta þeim aftur á bak, neyða Rússa til að hreyfa sig og það er engin dísilolía til að hreyfa herinn með, þá er mjög líklegt að þeir skilji ökutækin eftir,“ sagði McKenzie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“