Þetta mun Sir Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, segja í ræðu sem hann flytur hjá the Royal United Services Institute (RUSI) í Lundúnum í dag. Sky News skýrir frá þessu.
Fleming mun einnig segja að ákvarðanataka Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, hafi verið „ófullkomin“ í kjölfar þess að Rússar gátu ekki náð Kyiv á sitt vald í upphafi stríðsins og vegna þess að þeim tókst ekki að ná þeim markmiðum sem Pútín vildi ná í austurhluta landsins.
Hann mun segja að um áhættusama áætlun sé að ræða hjá Pútín sem hafi leitt til taktískra mistaka við ákvarðanatöku.
Afrit af ræðu Fleming var birt í gærkvöldi.
„Sigrar þeirra hafa snúist upp í ósigra. Kostnaður Rússa, hvað varðar mannfall og tækjabúnað, er gríðarlegur. Við vitum, og rússneskir hermenn á vígvellinum vita, að birgðir og skotfæri eru að þrotum komin. Rússneskir hermenn eru örmagna. Það að nota fanga til að fylla upp í skörðin og núna herkvaðning tuga þúsunda óreyndra manna, segir sögu örvæntingar,“ mun hann segja.