fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 08:00

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er að missa tökin á valdataumunum í Rússlandi. Þetta sagði Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olígarki og andstæðingur Pútíns í samtali við CNN.

Hann segir að sprungur séu farnar að myndast í stoðum valdakerfis Pútíns í kjölfar herkvaðningarinnar þar sem 300.000 karlar verða kallaðir í herinn til að berjast í Úkraínu.

Khodorkovsky sagði að ákvörðunin hafi klofið þá sem styðja stríðið og þá sem eru á móti. Hann telur að lykilinn að því  að setja þrýsting á valdakerfi Pútíns sé að finna á vígvöllunum í Úkraínu.

„Áhrifamesta aðferðin til að setja þrýsting á Pútín er að vinna sigra á vígvellinum í Úkraínu. Ef Úkraínumenn geta hratt og örugglega hrakið Rússa aftur að hinum alþjóðlega viðurkenndu landamærum Krím og Donbas þá gerir það út af við  áhættuna til skamms tíma,“ sagði hann.

Khodorkovsky sagði að Pútín hafi enn tök á valdataumunum því honum hafi tekist að etja fólkinu, sem er í innsta hring hans, hvert upp á móti öðru.

Hann sagði að ef Pútín deyr eða verði ýtt úr embætti þá megi reikna með að nýr leiðtogi landsins verið allt öðruvísi. Annað hvort verði það harðlínumaður úr öryggisþjónustunni eða einhver sem getur tryggt betra samband við Vesturlönd. „Ég hallast að hinu síðarnefnda,“ sagði hann.

„Þá fyrst getum við kannski fengið friðsamt og eðlilegt land með nokkurn veginn lýðræðislegri stjórn. Að minnsta kosti á landsvísu,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“