fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 08:00

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er að missa tökin á valdataumunum í Rússlandi. Þetta sagði Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olígarki og andstæðingur Pútíns í samtali við CNN.

Hann segir að sprungur séu farnar að myndast í stoðum valdakerfis Pútíns í kjölfar herkvaðningarinnar þar sem 300.000 karlar verða kallaðir í herinn til að berjast í Úkraínu.

Khodorkovsky sagði að ákvörðunin hafi klofið þá sem styðja stríðið og þá sem eru á móti. Hann telur að lykilinn að því  að setja þrýsting á valdakerfi Pútíns sé að finna á vígvöllunum í Úkraínu.

„Áhrifamesta aðferðin til að setja þrýsting á Pútín er að vinna sigra á vígvellinum í Úkraínu. Ef Úkraínumenn geta hratt og örugglega hrakið Rússa aftur að hinum alþjóðlega viðurkenndu landamærum Krím og Donbas þá gerir það út af við  áhættuna til skamms tíma,“ sagði hann.

Khodorkovsky sagði að Pútín hafi enn tök á valdataumunum því honum hafi tekist að etja fólkinu, sem er í innsta hring hans, hvert upp á móti öðru.

Hann sagði að ef Pútín deyr eða verði ýtt úr embætti þá megi reikna með að nýr leiðtogi landsins verið allt öðruvísi. Annað hvort verði það harðlínumaður úr öryggisþjónustunni eða einhver sem getur tryggt betra samband við Vesturlönd. „Ég hallast að hinu síðarnefnda,“ sagði hann.

„Þá fyrst getum við kannski fengið friðsamt og eðlilegt land með nokkurn veginn lýðræðislegri stjórn. Að minnsta kosti á landsvísu,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði