fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Samstöðin myndbirtir hina grunuðu í hryðjuverkamálinu og óskar eftir meiri upplýsingum um þá

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. október 2022 11:33

Ísidór er til vinstri og Sindri til hægri. Mynd: Samstöðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki hægt að fjalla um mögulega hryðjuverkaógn á Íslandi án þess að ræða þá menn sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um áform um stórfelld hryðjuverk. Það er engin leið að við getum skilið hættuna sem samfélagið á að hafa verið í, og er mögulega í, ef við fáum ekki að vita frá hverjum hættan stafar. Þess vegna birti Samstöðin nöfn mannanna tveggja í gær og birtir nú myndir af þeim. Og óskar eftir upplýsingum ykkar um athafnir þeirra og skoðanir,“ segir í frétt/pistli á Samstöðinni, sem Gunnar Smári Egilsson stýrir.

DV fjallaði nokkuð um annan hinna grunuðu fyrir nokkrum vikum, Sindra Snær Birgirsson, í tveimur fréttum, sjá hér og hér. Hins vegar skorti DV upplýsingar um Ísidór og pottþétta sönnun fyrir því að hann væri annar hinna grunuðu.

Samstöðin gagnrýnir fjölmiðla og lögreglu fyrir litlar upplýsingar um hina grunuðu í málinu. Í gær voru Gunnar Smári og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kölluð til skýrslutöku hjá lögreglu og voru þeim þar kynnt textasamtöl mannanna þar sem þeir gældu við að ráða þeim bana. Einnig voru þrír liðsmenn Pírata kallaðir til skýrslutöku, Helgi Hrafn Gunnarsson, Björn Leví Gunnarsson og Smári McCarthy. Þeir hafa ekki tjáð sig um þær skýrslutökur.

Sindri Snær Birgisson er fæddur árið 1996 og Ísidór Nathansson árið 1998. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa verið að leggja á ráðin um árás á árshátíð lögreglumanna og á Alþingishúsið. Þeir eru auk áforma um hryðjuverk grunaðir um stórfelld vopnalagabrot.

Samstöðin greinir frá því að Ísidór fylgist með vefsíðum um þrívíddarprentanir vopna og hægri sinnuðum fjölmiðlamönnum. Hvað varðar íslensk stjórnmál fylgist hann með Ungum sjálfstæðismönnum, Bjarna Benediktssyni, Brynjari Níelssyni, Sigríði Andersen og Ernu Ýr Öldudóttur. Samstöðin birtir ekki sambærilegar upplýsingar um áhugasvið Sindra Snæs.

Í pistlinum segir ennfremur:

„Svo staðan er sú í samfélaginu að okkur var sagt að hér hafi stórfelldu pólitísku hryðjuverki verið afstýrt á síðustu stundu. En við eigum ekki að fá neinar upplýsingar um þessa vá, ekki fylgjast með fréttum í rauntíma heldur að lesa bókina einhvern tímann löngu seinna. Það sama má í raun segja um rannsókn á Samherjamálinu. Og sölunni á Íslandsbanka. Mikilvæg mál, sem snerta alla landsmenn vegna þess að þau varpa nýju ljósi á samfélagið, eru afgreidd í myrkri eins og almenningur eigi ekki rétt á vitneskju um stærstu mál dagsins. Og fjölmiðlarnir sætta sig flestir við þessa stöðu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Í gær

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Í gær

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu