Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og var hann einnig kærður fyrir notkun farsíma án handfrjáls búnaðar. Hann reyndist einnig vera án gildra ökuréttinda.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun og innbrot í nýbyggingu en þar var verkfærum stolið.