Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa öll dregið framboð til baka til forystu ASÍ. Óvænt tíðindi rétt fyrir forsetakjör á þingi ASÍ sem fer fram á morgun.
Heimsmyndin eins og við þekkjum hana hefur breyst til frambúðar, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti og formaður Hringborðs norðurslóða.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sakar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um tjáningu sem geti aukið líkur á ofbeldi. Rætt er um aukna öryggisgæslu á Alþingi í kjölfar morðhótana.
Ung kona sem varð fyrir kynferðisofbeldi í MH fyrir tíu árum, án þess að brugðist væri við, stígur fram og segir sögu sína í þættinum Undir yfirborðið á Hringbraut í kvöld. Hún fékk afsökunarbeiðni frá rektor skólans fyrir nokkrum dögum.
Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, bindur miklar vonir við svokölluð hugvíkkandi lyf í báráttunni við geðsjúkdóma, en slíkir sjúkdómar og ýmiss konar geðraskanir fara ört vaxandi.
Fréttavaktin er í opinni dagskrá á Hringbraut alla virka daga kl. 18:30.