Á meðan á þessu stóð ók ökumaðurinn of hratt, yfir hringtorg, á móti akstursstefnu og einnig talaði hann í farsíma á meðan á þessu stóð.
Eins og áður sagði þá var naglamotta notuð til að stöðva akstur hans og var hann handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var einnig kærður fyrir fjöldann allan af umferðarlagabrotum.
Hann var vistaður í fangageymslu.