fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

„Fullkomin árás“ segir majór um sprenginguna á Kerch-brúnni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 22:00

Öflug sprenging varð á Kerch-brúnni í fyrstu árás Úkraínumanna á hana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerch-brúin, sem tengir Krím við meginland Rússlands, er eiginlega sjálft tákn innlimunar Krímskagans í Rússland. Sprengingin á brúnni á laugardaginn særir því stolt Rússa og þá sérstaklega Vladímír Pútíns, forseta, sem hafði sjálfur yfirumsjón með byggingu hennar en verkið fól hann æskufélaga sínu frá St Pétursborg án útboðs.

Alexander Tetzlaff, majór og hernaðarsérfræðingur hjá miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla, segir að sprengingin geri Rússum erfitt fyrir á mörgum sviðum og erfiðara fyrir við að ná árangri á suðurhluta vígvallarins. Í samtali við TV2 sagðist hann telja að með árásinni á brúna hafi verið reynt að hafa áhrif á vilja Rússa til að standa í stríði í Úkraínu. Sprengingin skapi bæði ótta og óöryggi.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur sakað úkraínskar sérsveitir um verknaðinn og í gærmorgun kom fyrsta svar Rússa þegar flugskeytum rigndi yfir Kyiv og fleiri úkraínskar borgir.

Tetzlaff sagði nærtækt að halda að Úkraínumenn hafi gert árásina: „Þetta er fullkomin árás sem var tekin upp og skráð. Öll heimsbyggðin talar um sprenginguna og Rússar hljóta að hugsa: „Hvar hæfa þeir okkur næst?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þarna var kominn þjófurinn úr ofangreindu máli“

„Þarna var kominn þjófurinn úr ofangreindu máli“
Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni