Danski herinn skýrði frá þessu á Twitter.
Meðal þess sem úkraínsku nýliðarnir læra er skyndihjálp og meðferð vopna auk kennslu í þeim lögum og reglum sem gilda í stríði. Þjálfunin fer fram í herstöðvum í Bretlandi.
Dönsku hermennirnir undirbjuggu sig í tvær vikur undir kennsluna. Franz Stærk, majór, stýrir þjálfuninni og segir hann að þetta sé stórt og spennandi verkefni. Hópurinn komi vel undirbúinn til kennslunnar því hér sé um mikilvægt verkefni að ræða við að þjálfa Úkraínumennina eins vel og hægt sé.
Þjálfunin fer fram í Bretlandi því um breskt verkefni er að ræða sem Danir hafa ákveðið að taka þátt í og styðja.
Þetta er annar hópur úkraínskra nýliða sem Danir þjálfa því í ágúst og september sáu þeir um þjálfun fyrsta hópsins.