fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Danskir hermenn þjálfa úkraínska hermenn í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 09:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina byrjuðu 65 danskir hermenn að þjálfa um 200 verðandi úkraínska hermenn í Bretlandi. Þeir munu á næstunni fá kennslu í grundvallaratriðum hermennsku.

Danski herinn skýrði frá þessu á Twitter.

Meðal þess sem úkraínsku nýliðarnir læra er skyndihjálp og meðferð vopna auk kennslu í þeim lögum og reglum sem gilda í stríði. Þjálfunin fer fram í herstöðvum í Bretlandi.

Dönsku hermennirnir undirbjuggu sig í tvær vikur undir kennsluna. Franz Stærk, majór, stýrir þjálfuninni og segir hann að þetta sé stórt og spennandi verkefni. Hópurinn komi vel undirbúinn til kennslunnar því hér sé um mikilvægt verkefni að ræða við að þjálfa Úkraínumennina eins vel og hægt sé.

Þjálfunin fer fram í Bretlandi því um breskt verkefni er að ræða sem Danir hafa ákveðið að taka þátt í og styðja.

Þetta er annar hópur úkraínskra nýliða sem Danir þjálfa því í ágúst og september sáu þeir um þjálfun fyrsta hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur