fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

NATO undirbýr sig undir stríð við Rússland

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. október 2022 07:32

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í höfuðstöðvum NATO í Brussel er unnið við gerð stríðsáætlana þar sem bandalagið er undir það búið að stríðið í Úkraínu geti breiðst út og að einstök NATO-ríki eða í versta falli allt bandalagið lendi í beinum átökum við Rússland.

„Við lifum á mjög hættulegum tímum,“ sagði bandarískur heimildarmaður innan NATO í samtali við TV2.

Annar heimildarmaður sagði að það væri óábyrgt að vera ekki undir næsta leik Pútíns búin.

TV2 segir að bæði meðal æðstu stjórnenda hjá NATO, bæði herforingjum og stjórnmálamönnum, sé ákveðinn ótti við hvað Pútín muni gera. Hann sé nú króaður af úti í horni en ekki sé ljóst hvort það geri hann hættulegri en ella.  Hjá NATO vinna því greinendur dag og nótt við að reyna að spá fyrir um þróun stríðsins í Úkraínu.

Líklegt er talið að herkvaðningin hafi veikt stöðu Pútíns meðal fjölda Rússa og að áhugi og vilji fólks til að standa í stríði fari þverrandi. Tugir þúsunda manna á herskyldualdri hafa flúið land og víða hefur komið til mótmæla. Hjá NATO er rætt hvort þessi aukni þrýstingur á Pútín geri hann hættulegri eða hvort það auki líkurnar á valdaskiptum í Kreml. Stóra spurningin sé hvar sársaukamörk mikilvægustu stuðningsmanna Pútíns séu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin