Tilkynnt var um andlát konu í hverfi 105 í Reykjavík til lögreglu í dag. Grunur leikur á að andlátið hafi borið að með saknænum hætti og eru tveir menn í haldi lögreglu vegna málsins.
Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags. Þeir eru báðir á fimmtugsaldri
Um tíuleytið barst fréttatilkynning frá lögreglu um málið. Þar segir:
„Kona á sextugsaldri fannst látin í bifreið við hús í Laugardal í gærmorgun, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálfellefuleytið. Hún hélt þegar á vettvang, en konan var látin þegar að var komið. Tveir karlar á fimmtugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 13. október n.k. Rannsókn málsins er á frumstigi, en hún beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í andláti konunnar.“
Margeir Sveinsson, hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá því í samtali við RÚV að talið sé að tengsl séu á milli hinnar látnu og mannanna tveggja.
Ath. Fréttin hefur verið uppfærð