fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Snælduvitlaust veður í kortunum – „Hef ekki oft séð viðlíka úrkomu í veðurspám“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. október 2022 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stormur gengur yfir landið á morgun og er búið að gefa út gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir.

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi og hvetja almannavarnir fólk til að fylgjast vel með veðurspám og upplýsingum um ástand vega. Spáð er mikilli úrkomu og hefur fólk sérstaklega verið hvatt til að huga að ræsum og niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Elín Jónasdóttir, veðurfræðingur, segist ekki oft hafa sé viðlíka úrskomu í spám.

Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða „ruddalægð“ og gætu sést vindhviður allt frá 50 metrum á sekúndu sums staðar á landinu.

„Við gætum verið að sjá ofsa­veður víða um land, en spárnar eru ekki alveg eins eftir því hvaða spá þú skoðar. En engu að síður eru þær allar sam­mála um að vonsku­veður er í að­sigi, með snjó­komu með öllu norðan­verðu landinu þegar líður á sunnu­daginn. Við erum að tala um skaf­renning og slæmt skyggni og það verður mikil snjó­koma fyrir norðan, en hún nær ekki að verða að neinu syðra á landinu.“

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum á borð við garðhúsgögn og trampólínum til að forðast tjón.

Lögreglan á Norðurlandi eystra, en þar er spáin hvað verst, segir að á morgun sé ekkert ferðaveður og í raun verði veður glórulaust fram á annað kvöld.

„Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima“

Lögreglan segir að yfirvöld, viðbragðsaðilar, veitustofnanir og almannavarnakerfi séu í viðbragðsstöðu og verður staðan metin ört og grannt fylst með framvindu veðursins.

„Í öllum bænum verið þið bara heima en ef þið þurfið nauðsynlega að fara milli landshluta, gerið það í dag en ekki á morgun. Ljóst er að flestum ef ekki öllum fjallvegum verður lokað í fyrramálið,  jafnvel mjög snemma“

Lögreglan á Norðurlandi eystra benti fólki í gær á að huga vel að búfénaði og koma í skjól áður en veður brestur á. Eins hafi Veðurstofan varað við mögulegum sjávarflóðum.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur einnig varað við veðrinu þó þau voni hið besta.

Lögreglan í Vestmannaeyjum mælir með að fólk haldi sig heima og eigi góða fjölskyldustund með heitu kakó og vöfflum með rjóma.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum vegna veðurspár morgundagsins.

Vestfirðir – Óvissustig Almannavarna vegna veðurs og hugsanlegra samgöngutruflana (Appelsínugul veðurviðvörun).

Norðurland vestra – Óvissustig Almannavarna vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana (Appelsínugul veðurviðvörun).

Norðurland eystra – Hættustig Almannavarna vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana (Rauð veðurviðvörun).

Austurland – Hættustig Almannavarna vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana (Rauð veðurviðvörun).

Suðurland – Óvissustig Almannavarna vegna hvassviðris og hugsanlegra samgöngutruflana (Appelsínugul veðurviðvörun).

Fólk sem hugar að ferðalögum á þessum landshlutum er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingum um ástandi vega www.vegagerdin.is og www.safetravel.is

Þar sem spár Veðurstofu gera ráð fyrir mikilli úrkomu er fólk sérstaklega hvatt til að huga að ræsum og niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum