Rússnesk stjórnvöld „standa að fullu“ við grundvallarregluna um að kjarnorkuvopnum verði ekki beitt. Vladímír Pútín, forseti, hefur haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum og hefur varað Vesturlönd við því að árás á Rússland geti verið svarað með beitingu kjarnorkuvopna.
Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að afstaða rússneskra stjórnvalda um að aldrei megi koma til kjarnorkustríðs sé óbreytt.