fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Rafmagnslaust í Miðborg og Vesturbæ

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. október 2022 17:25

Mynd/Veitur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnslaust er í miðbænum, Granda og í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins sló út í spennustöð sem varð til þess að rafmagn datt út á einhverjum stöðum í Miðborginni og Vesturbænum.

Verið er að vinna að lausn. Veitingastaðir eru margir án rafmagns og sjá sumir fram á að þurfa að farga mat ef rafmagnsleysi varir mikið lengur.

Samkvæmt vef Veitna er ekki víst hvað viðgerð muni taka langan tíma er er ramminn gefinn upp allt til miðnættis í kvöld eða 23:59.

Fólki sem rafmagnsleysið hefur áhrif á er bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Sérstaklega eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp og fólki er ráðlagt að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur.

Biðst starfsfólk Veitna velvirðingar á óþægindunum.

Samkvæmt frétt Vísis eru verslanir á Grandanum lokaðar vegna rafmagnsleysisins.

Samkvæmt mbl.is hefur ringulreið myndast við Lækjargötu þar sem umferðarljós eru óvirk sem stendur og víða liggi rafræn greiðslukerfi niðri.

Uppfært: 19:00 – Rafmagn er komið allsstaðar á samkvæmt tilkynningu frá Veitum, en rafmagn kom á um 18:27 eftir að hafa staðið yfir í um 90 mínútur. Um var að ræða bilun í háspennustreng. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni