fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Örvænting grípur um sig í Kherson – Embættismaður sagði varnarmálaráðherranum að skjóta sjálfan sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 07:59

Sergei Shoigu. Mynd:Kreml.ru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvænting virðist hafa gripið um sig á þeim svæðum sem Rússar hafa á valdi sínu í Úkraínu. Ástæðan er sókn úkraínska hersins sem hefur hrakið þann rússneska frá mörgum bæjum og borgum og náð stórum landsvæðum úr klóm Rússa.

Í Kherson er Úkraínumaðurnn Kirill Stremousov einn af æðstu embættismönnunum í leppstjórn Rússa. Hann er greinilega óttasleginn og ósáttur við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því nýlega sagði hann ráðherranum að taka eigið líf, skjóta sig.

Þetta gerði hann í myndbandi sem hann birti. Þar veitist hann harkalega að Shoigu og segir honum beint að skjóta sig.

Stremousov er eftirlýstur af úkraínskum yfirvöldum fyrir landráð og það skýrir hugsanlega hvers vegna hann er skelkaður. Hann vill ógjarnan lenda í höndum landa sinna.

Auk þess að hvetja varnarmálaráðherrann til að skjóta sjálfan sig úthúðar hann yfirmönnum rússneska hersins.

Staðan í stríðinu er nú greinilega þannig að menn eru byrjaðir að varpa sökinni á hver annan og ber þess vitni hversu mikil örvænting ríkir orðið varðandi gang stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni