fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Hvarf Anne-Elisabeth – Áhugaverð mynd fannst í tölvu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 07:55

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar var maður á fertugsaldri yfirheyrður í tengslum við hvarf Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í Osló fyrir tæpum fjórum árum. Maðurinn fékk stöðu grunaðs og hefur enn. Það var ljósmynd, sem fannst í tölvu hans, sem varð til þess að hann fékk stöðu grunaðs.

DV skýrði frá þessum nýju vendingum í málinu á mánudaginn.

Nýjar vendingar í máli Anne-Elisabeth Hagen

Nú segir VG að efnahagsbrotadeild lögreglunnar hafi verið að rannsaka mál tengd manninum og hafi meðal annars lagt hald á tölvu í hans eigu. Í henni fannst mynd af vegabréfi Ole Henrik Golf. Vegabréf hans, fölsuð, og fleiri persónuupplýsingar hafa verið misnotaðar í mörgum málum.

Lögreglan veit að einn eða fleiri, sem áttu hlut að máli varðandi hvarf Anne-Elisabeth, hafa notað þessar upplýsingar.

Þær voru meðal annars notaðar til að stofna netfang, á hans nafni, sem var síðan notað til að stofna reikninga hjá fjölda rafmyntamarkaða en þeir hafa komið mikið við sögu við rannsókn málsins.

Þegar efnahagsbrotadeildin fann myndina var þeim, sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth, tilkynnt um málið. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Lögreglan telur sig geta tengt myndina af stolna vegabréfinu við manninn. Hvorki maðurinn né verjandi hans vildu tjá sig um málið við VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum