fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Truss segir að ekki eigi að semja um frið gegn því að Úkraínumenn láti land af hendi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 10:32

Liz Truss er í miklum ólgusjó þessa dagana. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segir að Úkraína „muni sigra“ og að ekki megi semja um frið þar sem Úkraínumenn láta landsvæði af hendi.

Þetta sagði hún landsfundi Íhaldsflokksins í Birmingham í gær. The Guardian segir að Truss hafi sagt að Úkraínumenn séu ekki aðeins að berjast fyrir eigin öryggi, heldur fyrir öryggi okkar allra. Þetta sé barátta fyrir frelsi og lýðræði um allan heim.

Hún sagði að ekki eigi að láta undan þeim sem vilja semja um frið gegn því að Úkraína láti land af hendi. Með þessu sé verið að leggja til að Úkraínumenn greiði með lífi sínu fyrir tálsýn um frið. „Við munum standa með úkraínsku vinum okkar eins lengi og þörf krefur. Úkraína getur sigrað. Úkraína verður að sigra. Og Úkraína mun sigra,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Í gær

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
Fréttir
Í gær

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala