fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Þung orð féllu í rússnesku sjónvarpi – „Við verðum að hætta að ljúga“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 05:53

Andrey Kartapolov. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjarfundi með rússneskum kennurum í gær sagði Vladímír Pútín, forseti, óbeint að stríðsreksturinn í Úkraínu gangi illa. Samtímis fer gagnrýni í hans garð og hersins vaxandi á rússneskum ríkissjónvarpsstöðvum.

„Við verðum að hætta að ljúga. Fólk er ekki heimskt,“ sagði Andrey Kartapolov, þingmaður og fyrrum hershöfðingi,  í samtali við þáttastjórnandann Valdimir Solovjov í gær þegar þeir ræddu um daglegar stöðufærslur rússnesku ríkisstjórnarinnar um gang stríðsins. Orð hans vega þungt því hann er formaður varnarmálanefndar þingsins.

„Fyrst verðum við að hætta að ljúga. Við höfum rætt þetta mikið en af einhverjum ástæðum nær þetta ekki eyrum háttsettra manna,“ sagði hann að því er Francis Scarr, fréttamaður BBC, segir.

Hann nefndi síðan nokkur dæmi úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem sovéskir leiðtogar sögðu ósatt um stöðuna á vígvöllunum. Hann sagði að það sama eigi sér stað núna og að varnarmálaráðuneytið reyni að fegra hlutina með áróðri um „flugskeyti sem eru skotin niður og fallna nasista“. „En fólk veit og það er hér sem vandamálin byrja. Fólk er ekki heimskt. Það er langt frá því að vera heimskt,“ sagði hann meðal annars.

The Guardian segir að í gær hafi Pútín rætt við útvalda kennara í gegnum fjarfundabúnað og var fundurinn sendur út í sjónvarpi. Þar sagði hann hluti sem voru að sögn The Guardian óbein viðurkenning á slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. Hann sagði að nú sé unnið út frá því að staðan í innlimuðu héruðunum munu komast í jafnvægi. Hann lét einnig orð falla sem ganga gegn fyrri ummælum hans um að Úkraína sé land sem eigi sér engan tilverurétt: „Þrátt fyrir núverandi hörmungar þá höfum við alltaf haft og höldum áfram að bera mikla virðingu fyrir Úkraínubúum og menningu þeirra og tungumáli, bókmenntum og fleiru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“