Þetta sagði Sir Andrew Wood, fyrrum sendiherra Bretlands í Rússlandi, í samtali við Sky News. Hann sagði að skoðanir hafi verið skiptar í Rússlandi um stríðið en lítið hafi farið fyrir skoðanaskiptum vegna kúgunar yfirvalda.
Nú sé hins vegar miklu meiri umræða en áður um stríðið. Hann sagðist telja það hafa verið afdrifarík mistök hjá Pútín að grípa til herkvaðningar. Hún hafi verið ruglingslega framkvæmd og öngþveiti hafi ríkt. Hann sagðist telja að þetta valdi því að Rússar muni ekki verða komnir með auka hersveitir á næstunni til að berjast við Úkraínumenn.
Hann sagðist telja að stríð muni enn geisa í Úkraínu á næsta ári.