Þetta segir Kira Rudik, þingkona á úkraínska þinginu, í grein í the Atlantic Council. Hún segir að ef innrás Pútíns í Úkraínu endi ekki með afgerandi ósigri Rússa, verði afleiðingarnar fyrir Evrópu miklu alvarlegri en orkuskorturinn og efnahagsvandinn sem nú er við að etja. Í kjölfar sigurs Rússa í Úkraínu muni þeir beita aðrar þjóðir, sem áður voru hluti af Sovétríkjunum, svipuðum aðgerðum.
Hún segir að öll Evrópuríki muni þá finna ískalda pólitíska vinda blása þegar sigurreifir valdhafar í Moskvu leggja áherslu á nýtt umboð sitt til að grafa undan ESB og kynda undir pólitískri öfgahyggju um alla álfuna. Kynslóðir lýðræðis verði í hættu.
Hún hvetur ESB-ríkin til að sýna samstöðu og segir: „Næstu mánuðir verða ekki auðveldir fyrir alla. Sumum verður kaldara en venjulega eða svengri en venjulega. Aðrir munu glíma við sprengjuárásir og rafmagnsleysi. Allir standa frammi fyrir sömu spurningunni: „Hvaða verð ert þú reiðubúinn til að greiða til að varðveita mikilvægustu evrópsku gildin: frelsi, virðingu og lýðræðisleg réttindi?“