fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Ólafsfirði – Önnur konan látin laus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. október 2022 16:52

Ólafsfjörður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þriggja sakborninga í morðmálinu í Ólafsfirði hefur verið látinn laus. Landsréttur tók til greina kröfu þess aðila og samþykkti ekki gæsluvarðhald yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Ekki er vitað um hvern sakborninganna þriggja ræðir. Sakborningarnir þrír eru tvær konur og einn karlmaður. Önnur konan er eiginkona hins látna, Tómasar Waagfjörð, en hin konan var gestgjafi þar sem atburðurinn átti sér stað, en það var í íbúð sem hún leigir. Karlmaður sem er á meðal sakborninga var í gestkomandi í íbúðinni. Hann er vinur eiginkonu Tómasar en þeir tveir, maðurinn og Tómas höfðu deilt harkalega. Atök brutust út rétt eftir að Tómas hélt reiður í samkvæmið frá heimili sínu, sem er í sömu götu, til að sækja eiginkonu sína.

Samkvæmt heimildum DV er það önnur konan sem hefur verið látin laus en DV hefur ekki upplýsingar um hvort það er gestgjafinn eða eiginkona Tómasar.

Í tilkynningu lögreglu segir:

„Skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag og þá hefur réttarkrufning farið fram á hinum látna. Ekki er vitað hvenær niðustöður hennar liggja fyrir en það getur hlaupið á nokkrum vikum.

Rannsókn lögreglu miðar að því að leiða í ljós hvað átti sér stað í umrætt sinn en enn eru ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið.“

 

Ath. Fréttin hefur lítillega verið uppfærð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara

Hulda María segir að þetta gleymist í umræðunni um verkföll kennara