fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Allir gasgeymar fullir í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 08:32

Rússar hafa að mestu skrúfað fyrir gasstreymi til Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska orkustofnunin skýrði frá því í gær að allir gasgeymar landsins séu nú fullir. Mörg Evrópuríki hafa keppst við að fylla á gasgeyma sína fyrir veturinn til að vera óháð rússnesku gasi.

Samkvæmt tölum frá Gas Infrastructure Europe frá á mánudaginn voru evrópskir gasgeymar tæplega 90% fullir. Auk Frakklands voru gasgeymar í Belgíu og Portúgal fullir. Minnst er komið í geymana í Ungverjalandi, Búlgaríu og Lettlandi en þar voru þeir tæplega 80% fullir á mánudaginn.

Rússneska orku- og gasfyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það muni hefja aftur afhendingu á gasi til Ítalíu í gegnum Austurríki. Gasstreymið til Ítalíu var stöðvað um helgina vegna þess að rekstraraðilar gasleiðslnanna í Austurríki vildu ekki leyfa rússnesku gasi að renna eftir þeim. En nú hafa Ítalir og Gazprom fundið lausn á þessu.

Fyrir innrás Rússa í Úkraínu kom 40% af því gasi, sem Ítalir nota, frá Rússlandi. Nú er hlutfallið komið niður í 10%. Ítalir fá nú megnið af gasi sínu frá Alsír og Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis