fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Rússneskir lögmenn að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 13:32

Margir eru ósáttir við herkvaðninguna og lögreglan hefur beitt mótmælendur mikilli hörku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir lögmenn eru að drukkna í málum manna sem vilja ekki fara í stríð í Úkraínu. Segja lögmenn að mikill fjöldi mála komi inn á borð til þeirra sem og spurningar frá mönnum sem reyna að komast hjá því að verða sendir á vígvöllinn í Úkraínu.

Reuters skýrir frá þessu.

Mörg hundruð þúsund Rússar hafa flúið land síðan Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 karla úr varaliði hersins. Mesti straumurinn hefur verið til Kasakstan og Georgíu en einnig hafa margir farið til Finnlands en mun færri til Noregs.

Auk þeirra sem hafa flúið land þá eru margir í felum í Rússlandi og reyna að leynast fyrir lögreglunni og hernum eða vonast til að sleppa alveg við að verða kvaddir í herinn.

Sergei Krivenko, lögmaður og leiðtogi hóps lögmanna, sem kalla sig „Borgari. Her. Lög.“ segir að þeir vinni allan sólarhringinn því menn leiti til þeirra allan sólarhringinn, séu örvæntingarfullir og viti ekki hvað sé að gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“

Þykir ekki mikið til skýringa Rósu koma – „Óskýrara verður orðasalatið varla“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna

Taldi að hættulegur maður væri kominn til Bolungarvíkur – Lögreglumenn voru reiðubúnir að grípa til vopna
Fréttir
Í gær

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG