fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Rúmlega 200.000 Rússar hafa flúið til Kasakstan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 14:32

Langar raðir mynduðust við landamæri Rússlands og Georgíu í haust. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu þann 21. september hafa rúmlega 200.000 Rússar flúið til nágrannalandsins Kasakstan.

Marat Akhmetzhanov, innanríkisráðherra Kasakstan, skýrði frá þessu á mánudaginn að sögn CNN. Hann sagði að af þessum 200.000 Rússum séu 147.000 farnir úr landi.

Tugþúsundir rússneskra karlmanna hafa flúið land til að komast hjá því að verða sendir á vígvöllinn í Úkraínu. Leið margar hefur legið til Kasakstan en þeir þurfa ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið. Margir hafa síðan haldið áfram til Asíuríkja og Tyrklands. Einnig hafa margir farið yfir til Georgíu.

Landamæri Kasakstan og Rússlands eru rúmlega 7.000 km löng. Leiðtogar landsins eru nánir bandamenn Rússa en hafa þó verið gagnrýnir í garð Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump