Á Fréttavaktinni í kvöld er rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra sem vonar að stýrivaxtahækkun bankans í morgun sé sú síðasta í þessari lotu. Hann segir skýrar vísbendingar um að aðgerðirnar séu að virka.
Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að horfa verði til fleiri þátta eins og náttúrusjónarmiða þegar ákvarðir verða teknar um frekari virkjanir. Forstjóri Landsvirkjunar telur nauðsynlegt að virkja meira.
Ræða sænsks þingmanns sem gagnrýndi meðferð kvenna í Íran á þingi Evrópusambandsins í gær með því að klippa hár sitt í ræðustóli hefur vakið mikla athygli.
45 ára saga Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímefnavanda er einstök á heimsvísu. Við tökum afmælisviðtal við formann SÁÁ í tilefni dagsins.