fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Garðlist í hart við Sjóvá eftir að uppdópaður flutningabílsstóri keyrði á dráttarvél

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. október 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. maí á þessu ári barst lögreglu tilkynning um bílveltu í Ártúnsbrekku en þar hafði flutningabíl var ekið aftan á dráttarvél með þeim afleiðingum að dráttarvélin valt og ökumaður hennar varð fyrir lítilsháttar meiðslum.

Fljótlega kom í ljós að ökumaður flutningabílsins hafði ekið undir áhrifum amfetamíns og kókaíns auk þess sem hann var sviptur ökuleyfi. Þrátt fyrir þetta neitaði tryggingafélag hans, Sjóvá Almennar, bótaskyldu í málinu á þeim forsendum að dráttarvélinni hefði verið ekið í veg fyrir bílinn er skipt var um akrein. Byggir tryggingafélagið þar á framburði bílstjóra flutningabílsins.

Eigandi dráttarvélarinnar er fyrirtækið Garðlist og hefur það kært ákvörðun Sjóvár til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Ómar R. Valdimarsson lögmaður rekur málið fyrir hönd Garðlistar. DV er með kæru Garðlistar til úrskurðarnefndar undir höndum. Þar er bent á dómafordæmi í sambærilegum málum þar sem öll ábyrgð hefur lent á brotlegum ökumanni. Er gerð krafa um að nefndin snúi við ákvörðun Sjóvár um að hafna bótakröfu Garðlistar.

Ennfremur eru lögð fram gögn sem sýna að fíkniefni mældust í í blóði mannsins. Þá liggur fyrir að ökumaður dráttarvélarinnar frá Garðlist var alsgáður og segist í skýrslutöku hjá lögreglu hafa gætt ítrustu varúðar er hann skipti um akrein.

Ennfremur segir í kærunni:

„Að lokum skal þess getið að kærandi á afar bágt með að skilja, hvers vegna tryggingarfélagið ákveður að taka mark á yfirlýsingum ökumanns, sem sýnt hefur verið fram að hafi ekið undir
áhrifum vímuefna, próflaus, allt of hratt miðað við aðstæður, með ökurita í ólagi – allt í fullkominni andstæðu við ákvæði laga. Og líka þrátt fyrir að sönnunargögn málsins sýni með
ótvíræðum hætti, að niðurstaða Sjóvá sé röng.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins