Bretar hafa sent herskip í Norðursjóinn til að vinna með norska sjóhernum við gæslu og til að „róa þá sem vinna við gasleiðslurnar“ og koma í veg fyrir árásir á þær. Er þetta gert í kjölfar skemmdarverkanna á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti fyrir skömmu.
Sky News skýrir frá þessu.
Dönsk og sænsk herskip eru nú í Eystrasalti við gæslu.
Margir sérfræðingar segja að flest bendi til að Rússar hafi sprengt Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar en því hafa þeir neitað.