The Guardian skýrir frá þessu. Vesturherinn er einn fimm herja, eða deilda, rússneska hersins.
Zhuravlyov bætist þar með í hóp háttsettra hershöfðingja og embættismanna sem hafa fengið að taka pokann sinn vegna ósigra og niðurlægingar Rússa í Úkraínu.
Rússar biðu marga ósigra í september og svo virðist sem fall Lyman um helgina hafi verið dropinn sem fyllti mælinn varðandi framtíð Zhuravlyov.
Roman Berdnikov, hershöfðingi, tekur við af honum að sögn RBC.