Norska ríkisútvarpið segir að hermenn úr heimavarnarliðinu eigi að sjá um gæslu við ýmsa innviði, þar á meðal við hafnir og við gasstöðvar og leiðslur í suðvesturhluta landsins. Er rætt um að 4.000 heimavarnarliðar verði kallaðir til starfa.
Terje Male, yfirmaður heimavarnarliðsins í suðvesturhluta landsins, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að heimavarnarliðið hafi fengið það verkefni að aðstoða lögregluna við gæslu við mikilvæga innviði.